Borgarhverfi framtíðarinnar
Í einfaldara lífi
felast aukin
lífsgæði
201 Smári er nútímaborgarhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem telja mikilvægt að nýta vel og njóta alls þess sem þeir eiga – fermetra jafnt sem tímann.

Í miðju
höfuðborgarsvæðisins

201 Smári býr að því að vera í miðju höfuðborgarsvæðisins og í nálægð við stofnbrautir. Hverfið er rótgróið íbúða- og verslunarhverfi og nánast öll þjónusta er í göngufæri.

Nútímaborgarhverfi með
snjöllum lausnum

Með snjöllum lausnum gefst íbúum hverfisins tækifæri til að búa sér hagkvæmt og heillandi heimili í nýju húsnæði. Hönnun og lausnir eru unnar út frá hugmyndum íbúanna og miða að því að einfalda líf þeirra og hámarka lífsgæði.

Nýtt húsnæði
á grónum stað

201 höfðar til þeirra sem vilja búa í nýju fjölbýli,
miðsvæðis í þéttri byggð þar sem nútímaþjónusta
og -þægindi eru höfð til hliðsjónar.
Hagkvæmt
og heillandi
heimili
201 Smári er hugsað út frá óskum íbúanna. Horft er til nýtingu sameiginlegra rýma og svæða til að auka gæðaupplifun íbúa.