Nýr miðbær í Kópavogi

Myndir af þéttbýli og samfélagsrýmum. Börn að leika sér á litríkri dýralaga rennibraut í. Nútímaleg bygging með útiverönd fullri af plöntum og gulum blómum. Kaffihús með bæði inniborð og útiborð. Torg.

Verslanir, skrifstofur, íbúðir og veitingar við nýtt bæjartorg

Verslun með markísu
Hús með hjarta í miðjunni
Bílastæði fyrir einn bíl, merkt með fjólubláum útlínum og stórum staf „P“ sem gefur til kynna bílastæði, séð ofan frá.
Manneskja að ganga í garði í sól

450 bílastæði, flest í kjallara

Nýr garður og gönguleið að Smáralind

Um 80 nýjar íbúðir

Um 15.000 fm atvinnuhúsnæðis

Yfirlitsmynd af breytingartillögu deiliskipulags Silfursmára 1-7. Byggingar merktar A-E, fjöldi hæða er tiltekinn. Teikningin sýnir bílastæði og inniheldur græn svæði.

Fjölbreytt mannlíf, atvinna og íbúðir í miðju höfuðborgarsvæðis

Markmiðið með breyttu deiliskipulagi er að styrkja miðsvæði Smárans með fjölgun íbúða og nýju framboði skrifstofuhúsnæðis ásamt því að auka lífsgæði með fjölbreyttara mannlífi, verslunum og þjónustu.Byggingarnar munu falla vel að núverandi byggð og skapa tækifæri til að móta lifandi borgarrými með góðum birtu- og veðurskilyrðum.

Útsýni í gegnum glerhurð sem sýnir fólk úti í á kaffihúsi og á torgi, sitjandi á bekkjum, útiborðum og gangandi, með tré og nútímalegar byggingar í bakgrunni.
Tvö börn að leika sér í vatni á malbikuðu útisvæði, með trjám og nútímalegum byggingum í bakgrunni.
Loftmynd af 201 Smára við sólsetur með nútímalegum byggingum, stóru bílastæði og sjónum í bakgrunni.

Uppbyggingin tengir Smáralindina við 201 Smára með skjólsælli gönguleið um blandaða byggð, sólríkt torg og 800 fm garðsvæði með leiksvæði og fjölbreyttum gróðri.

Skjólsæl gönguleið og gróður

Inngarður með trjám, runnum og blómum, með steinsteyptu bekkjum, borði með þremur stólum, nútímalegri byggingu í bakgrunni, göngustígum og götuljósum.
Fólk situr og stendur á útisvæði mótuðu með háu grasi og blómstrandi plöntum, fyrir framan nútímalega byggingu með glersvölum.

Hluti garðsvæðisins verður leiksvæði hugsað fyrir börn á öllum aldri. Skipulagið heimilar starfsemi leikskóla með opnu leiksvæði sem almenningur getur nýtt utan starfstíma.

Leiksvæði og leikskóli

Börn að leik í klifurgrind með tré í bakgrunni.
Börn að leik á dýralaga leiktæki.

Sólríkt torg með útiveitingum á góðviðrisdögum

Í miðju svæðisins rís Sunnutorg – sólríkt og líflegt borgartorg þar sem veitingastaðir geta fært starfsemi sína út á torgið og rými skapast fyrir tónleika og markaði. Lág hús í suðri og hærri íbúðarhús og atvinnubyggingar í norðri og vestri skapa skjólsæla umgjörð frá morgni til kvölds.

Líflegt borgarumhverfi með fólki sem situr við útiborð, gengur og verslar á sólríkum degi fyrir utan nútímalegt fjölbýlishús með atvinnuhúsnæði á jarðhæð, umkringt trjám og heiðbláum himni.
Ungt fólk situr og spjallar við útiborð með gulum og appelsínugulum stólum, trjám og byggingu í bakgrunni.

Útsýnisíbúðir, þakgarðar og gróðurhús

Tillagan gerir ráð fyrir að áfram verði mikill metnaður við uppbyggingu í 201 Smára og horft til áhrifa á nærliggjandi byggð. Hæðir húsa andspænis íbúðarbyggð við Silfursmára verði 3-4 hæðir og síðan hækkar byggðin sig til norðurs. Íbúðarhúsnæði næst Smáralind býður upp á glæsilegt útsýni og sameiginlega þakgarða á 2. hæð þar sem heimild verður fyrir gróðurhúsum sem auka notkunarmöguleika á þakgarði.

Gróðurhús á þaki fjölbýlishúss
Þakgarður með bekkjum, pergólu, gróðri og sætum með útsýni yfir borgina.
Ítarlegur uppdráttur af hverfi fyrir almenningssvæði, sem sýnir byggingar merktar A til E, tilgreind svæði fyrir afþreyingu s.s. garðsvæði, leiksvæði og setusvæði, með ýmsum skýringum sem lýsa virkni. Götur og bílastæði.

10 mínútna hverfi - allt í göngufæri

Litrík upplýsingamynd sem sýnir ýmsa þætti samfélagslífs og opinberrar þjónustu í 201 Smára. Taflan inniheldur flokka eins og samfélag, börn, heimili, umhverfi og endurvinnsla, umferð, mannúð og öldrunarþjónusta.
Kort af Smáranum sem sýnir göngufjarlægðir með merktum leiðum, stöðum og táknum sem sýna þægindi eins og heilsugæslu, verslun, bókasafn, leiksvæði og samgöngustöðvar, ofan á íbúðasvæði með vatni, grænum svæðum og innviðum.

450 bílastæði

Reiknað er með að á svæðinu verði alls 450 bílastæði, þar af rúmlega 40 á yfirborði. Alls verða 14 bílastæði ætluð hreyfihömluðum.

Við hönnun bílakjallarans verður lögð áhersla á gott aðgengi og umferðarflæði ásamt skýrum, öruggum og góðum gönguleiðir að húsum. Í kjallara verða einnig hjólageymslur fyrir bæði íbúa og almenning með plássi fyrir samtals um 300 hjól. Fjöldi bíla- og hjólastæða byggir á samgöngumati sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Silfursmára 1-7.

Bílakjallari með tveimur svörtum bílum í fjarska, stórum inngangi með gróðri fyrir utan.
Hjólageymsla á tveimur hæðum með glerhurð og gróðri fyri utan.
Nútímaleg borgarumhverfi með skrifstofubyggingum, bílastæðum, mótorhjólum, hjólum og gangandi vegfarendum.

Auknir atvinnumöguleikar styrkja hverfið

Eftirsóknarvert og nútímalegt skrifstofuhúsnæði í nálægð við fjölbreytta þjónustu og gott samgöngunet.

Jarðhæðir á reitnum eru allar hugsaðar fyrir atvinnustarfsemi enda hugmyndafræðin sú að tengja og mynda samfellu vaxandi mannlífs, verslunar og borgarlífs frá Silfursmára að Smáralind. Með það að markmiði verður leitast við að atvinnustarfsemi hafi sjónrænar tengingar út og inn.

Stærsta skrifstofubyggingin, Silfursmári 1, er vestast á reitnum. Er þar reiknað með rúmlega 7.000 fermetra húsi á 3-5 hæðum. Við forathugun verkefnis þá gerðu Sen & Son arkitektar drög að mögulegri útfærslu byggingar með vönduðu efnisvali og skemmtilegu flæði innanhúss sem gæti hentað fyrir almennar skrifstofur, læknastofur eða heilsugæslu. Tvær aðrar atvinnubyggingar eru við Silfursmára og við Sunnutorg.  Þar verður heimild fyrir rekstri leikskóla auk annarrar starfsemi á efri hæðum. Næst Smáralind eru íbúðarhús í góðri tengingu við hið nýja Sunnutorg. Þar er gert ráð fyrir  þjónustu á jarðhæð sem eflir mannlíf á torginu og veitir íbúum, starfsfólki og gestum kost á að njóta góðra veðurskilyrða sem skapast þar á góðviðrisdögum.

Vertu á póstlista og fylgstu með á Facebook

Hver standa að verkefninu?

Klasi ehf., þróunaraðili verkefnisins, er þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna. Félagið hefur í yfir tuttugu ár stýrt þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi. Auk þróunar og uppbyggingar í 201 Smára, sem staðið hefur yfir síðan 2014, þegar samkomulag var gert við Kópavog um uppbygginguna, vinnur Klasi nú m.a. að umfangsmikilli þróun og uppbyggingu á Borgarhöfða. Nánari upplýsingar um Klasa má finna á klasi.is.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Kópavogsbæ. Höfundar skipulagstillögunnar eru Landslag og arkitektastofan T.ark. VSÓ Ráðgjöf kom að samgöngumati.

Logo with abstract geometric design and the text 'T.ark'
Landslag logo with abstract cloud and sun icon
VSÓ ráðgjöf logo
Black background with the word 'KLASI' in bold white letters.

Hvað gerist næst?

Sumar 2025: Tillaga lögð fram
Klasi lagði fram til Kópavogsbæjar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Silfursmára 1-7. Skipulags- og umhverfisráð Kópavogs samþykkti þann 7. júlí 2025 að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Vetur 2025: Opinbert kynningarferli
Kópavogsbær auglýsti tillögu að deiliskipulagsbreytingu þann
13. nóvember 2025. Samhliða deiliskipulagsbreytingu er breyting á aðalskipulagi einnig auglýst. Íbúar og aðrir hagaðilar geta sent inn athugasemdir opinberlega í gegnum skipulagsgátt í að lágmarki 6 vikur.

Vetur/vor 2026: Skipulag staðfest
Skipulags- og umhverfisráð tekur afstöðu til athugasemda og leggur endanlega tillögu fram til samþykktar hjá bæjarstjórn. Með staðfestingu bæjarstjórnar, yfirferð Skipulagsstofnunar og auglýsingu í Stjórnartíðindum hefur tillaga að breytingu tekið gildi. Gangi ferlið samkvæmt áætlun gæti það orðið fyrri hluta árs 2026.

2026: Hönnun og framkvæmdir
Áætlað er að verkefnið geti tekið 5 ár í uppbyggingu. Lagt er upp með að uppbygging hefjist á vesturhluta lóðarinnar við Smárahvammsveg og haldi svo áfram til austurs. Áfangaskipting mun taka tilliti til þeirrar þjónustu, verslunar og þeirra íbúa sem fyrir eru á svæðinu.

Kynntu þér tillöguna nánar

Skoða í skipulagsgátt
 

Um uppbyggingu Klasa í Smáranum

201 Smári er glæsilegt borgarhverfi þar sem nú eru 658 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Hverfið er enn í þróun og uppbyggingu samanber tillögu um breytingu á deiliskipulagi. Verkefnið miðar að því að skapa nútímalegt borgarhverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins, þar sem fólk nýtur miðbæjarstemningar með alla þjónustu í göngufæri.

Klasi hefur unnið að þróun og uppbyggingu 201 Smára síðan 2014 samkvæmt samningi við Kópavogsbæ. Frá upphafi hefur markmiðið verið að móta spennandi hverfi með nútímalegum áherslum þar sem aðgengi að samgöngum, þjónustu og útivistarsvæði væri einstakt, auk þess að njóta þess að vera hluti af grónu hverfi.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Kópavogsbæ og var skipulag 201 Smára samþykkt árið 2016. Nú er stefnt að því að klára þá uppbyggingu sem fyrirhuguð var. Í tengslum við það lagði Klasi fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 sumarið 2025 þar sem fyrri hugmyndir eru bættar og felldar enn betur að þeirri byggð sem hefur risið síðustu ár auk þess að aðlaga sig enn betur að starfsemi Smáralindarinnar.

Silfursmári 1-7 er í dag hluti bílastæðis sunnan við Smáralind. Deiliskipulag er þegar í gildi fyrir umrætt svæði, það tók gildi árið 2016 og með breytingum 2019. Nú er sótt um breytingu á því deiliskipulagi með það að markmiði að efla svæðið enn frekar með uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, nýju torg og fleiri íbúðum. Með nýja áfanganum verða um 738 íbúðir í 201 Smára.