Hverfið kringum 201 Smára er rótgróið og iðandi í mannlífi. Í göngufæri eru allar nauðsynjar, yfir 60 verslanir, 20 veitingastaðir, 3 leikskólar, 2 grunnskólar, margvísleg íþróttamannvirki og heilsurækt.
Maður fór bara út að leika sér og það var ekkert mál, maður bara fór út á æfingasvæði eða fór niður að leikskóla, niður á skólasvæði og hringdi bara í mömmu og lét vita hvar maður væri.
Það er stutt í allt fyrir samgöngur, strætó, það er stutt í Kópavoginn, það er stutt í Reykjavík. Mér finnst þetta frábært umhverfi til að búa í.